Erlent

Nóbelsverðlaunahafi rekinn af rannsóknarstofu

Watson vann Nóbelsverðlaunin árið 1962 fyrir þátt hans í að finna formgerð DNA.
Watson vann Nóbelsverðlaunin árið 1962 fyrir þátt hans í að finna formgerð DNA.

Nóbelsverðlaunahafinn og DNA frumkvöðullinn James Watson hefur verið rekinn af rannsóknarstofnun sinni í Bandaríkjunum. Watson var harðlega gagnrýndur eftir ummæli sem hann lét falla í bresku dagblaði síðustu helgi. Þar sagði hann að Afríkubúar væru ekki eins gáfaðir og Evrópubúar.

Cold Spring Harbor rannsóknarstofan hafði aðskilið ummæli vísindamannsins frá stofnuninni, en stjórn fyrirtækisins ákvað að reka hann. Í yfirlýsingu frá útibúi þess í New York sagði að ákvörðunin hefði verið tekin eftir að stjórnin fjallaði gaumgæfilega um málið.

Til stóð að Watson héldi fyrirlestur við Vísindasafnið í London í dag sem hluta af bókakynningu. En safnið aflýsti fyrirlestrinum og sagði að Watson hefði farið yfir mörk ásættanlegrar rökræðu.

Hugmyndahátíðin í Bristol, the Bristol Festival og Ideas, hefur einnig aflýst fyrirlestri sem Watson átti að halda.

Frekari gagnrýni hefur komið frá Dr. Craig Venter, vísinda- og viðskiptamanninum sem leiddi einkaframtakið sem leysti gátuna um erfðamengi mannsins og er einnig í Bretlandi að kynna bók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×