Erlent

Loka á óheftan aðgang að sígarettusjálfsölum

Um 26 prósent Japana reykja daglega.
Um 26 prósent Japana reykja daglega. MYND/AFP

Reykingamenn í Japan munu frá og með júlí á næsta ári ekki lengur geta keypt sígarettur úr sjálfsala án þess að framvísa sérstökum persónuskilríkjum. Um 570 þúsund sígarettusjálfsalar eru nú starfræktir í Japan.

Reglurnar voru settar til að draga úr reykingum unglinga og barna. Samkvæmt rannsóknum reykja um 13 prósent drengja í Japan á aldrinum 17 til 18 ára á hverjum degi og um 4 prósent stúlkna. Í heild reykja 26 prósent Japana daglega og hefur farið fækkandi á undanförnum árum. Árið 1966 reyktu 49 prósent Japana daglega og fyrir tíu árum stóð talan í 34 prósentum.

Til að kaupa sígarettur verða reykingamenn að framvísa sérstökum rafrænum skilríkjum sem sjálfsalinn getur lesið. Skilríkin munu einnig geta virkað sem greiðslukort. Þrátt fyrir þessa reglugerð telja sérfræðingar ólíklegt að draga muni verulega úr veltu sígarettusjálfsala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×