Vilja ekki að Dalai Lama fái orðu Guðjón Helgason skrifar 16. október 2007 13:52 Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. Á meðan þing kínverska kommúnistaflokksins stendur nú sem hæst - en það er haldið á fimm ára fresti - blandar Dalai Lama geði við áhrifamenn í Washington. Trúarleiðtoginn aldni flúði frá Tíbet í Himalaya-fjöllum árið 1959, eftir misheppnaða uppreisn gegn kínverskum yfirráðum, og meira en hundrað og tuttugu þúsund flóttamenn fylgdu honum til Indlands. Kínverjar segja hann pólitískan útlaga sem vilji kljúfa Tíbet frá Kína. Dalai Lama fékk friaðrverðlaun Nóbels árið 1989 og á morgun fær hann gullorða bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kínverjar eru sármóðgaðir og segja þarna verið að hlutast til um innanríkismál Kína. Ráðamenn í Peking vilja að orðuveitingin fari ekki fram og að fundi trúarleiðtogans með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húisinu í dag verði þegar aflýst. Bandaríkjaforseti ætlar að vera viðstaddur orðuveitinguna og verður það þá í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna kemur fram opinberlega með Dalai Lama. Dalai Lama virðist auðfúsugestur nærri hvar sem er í heiminum og í hvert sinn sem hann stígur fæti niðru utan Tíbet rísa Kínverjar upp og fordæma gestrisni í hans garð. Í síðasta mánuði átti hann fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og mótmæltu ráðamenn í Peking því harðlega. Fyrr á þessu ári fékk hann heiðurborgararétt í Kanada og því var einnig afar illa tekið. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Bandaríkjaþing ætlar á morgun að veita Dalai Lama, trúarleiðtoga Tíbeta, heiðursorðu. Af því tilefni fundar hann með Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag. Kínverjar eru æfareiðir Bandaríkjamönnum vegna þessa - vilja að fundinum verði aflýst og að orðan alls ekki veitt. Á meðan þing kínverska kommúnistaflokksins stendur nú sem hæst - en það er haldið á fimm ára fresti - blandar Dalai Lama geði við áhrifamenn í Washington. Trúarleiðtoginn aldni flúði frá Tíbet í Himalaya-fjöllum árið 1959, eftir misheppnaða uppreisn gegn kínverskum yfirráðum, og meira en hundrað og tuttugu þúsund flóttamenn fylgdu honum til Indlands. Kínverjar segja hann pólitískan útlaga sem vilji kljúfa Tíbet frá Kína. Dalai Lama fékk friaðrverðlaun Nóbels árið 1989 og á morgun fær hann gullorða bandaríska þingsins, en það er æðsta borgaralega viðurkenning landsins. Kínverjar eru sármóðgaðir og segja þarna verið að hlutast til um innanríkismál Kína. Ráðamenn í Peking vilja að orðuveitingin fari ekki fram og að fundi trúarleiðtogans með George Bush, Bandaríkjaforseta, í Hvíta húisinu í dag verði þegar aflýst. Bandaríkjaforseti ætlar að vera viðstaddur orðuveitinguna og verður það þá í fyrsta sinn sem sitjandi forseti Bandaríkjanna kemur fram opinberlega með Dalai Lama. Dalai Lama virðist auðfúsugestur nærri hvar sem er í heiminum og í hvert sinn sem hann stígur fæti niðru utan Tíbet rísa Kínverjar upp og fordæma gestrisni í hans garð. Í síðasta mánuði átti hann fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og mótmæltu ráðamenn í Peking því harðlega. Fyrr á þessu ári fékk hann heiðurborgararétt í Kanada og því var einnig afar illa tekið.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira