Erlent

Engan sakaði í árekstri tveggja flugvéla á Heatrow

Mikið lán var að engan sakaði og ekki kviknaði eldur þegar tvær farþegaflugvélar skullu saman á Heathrow flugvelli í Lundúnum í gærkvöldi.

Svo virðist sem Boeing 747 vél British Airways hafi verið ekið aftan á Airbus A340 vél Sri Lanka Airlines skömmu fyrir flugtak beggja. Vængir vélana hafi þá skollið saman og lýsa vitni því þannig að fremri hluti af öðrum væng bresku vélarinnar hafi verið sneiddur af líkt og verið væri að skera í gegnum smjör.

Farþegar voru fluttir frá borði og fengu næturgistingu nærri Heathrow meðan aðrar flugvélar voru fengnar til að flytja þá á áfangastað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×