Erlent

Fundu göng undir landamærum Egyptalands og Palestínu

Lögreglumenn hafa fundið ýmislegt í göngunum.
Lögreglumenn hafa fundið ýmislegt í göngunum. MYND/AFP

Egypsk yfirvöld hafa fundið tvö göng sem liggja undir landamæri Palestínu og Egyptalands. Svo virðist sem göngin hafi verið notuð til að smygla vopnum og fíkniefnum milli landanna. Þrír menn hafa verið handteknir vegna málsins.

Bæði göngin liggja frá bænum Rafah í Egyptalandi yfir til bæjar með sama nafni í Palestínu. Önnur göngin eru um 950 metrar að lengd.

Í göngunum hefur lögreglan meðal annars fundið mikið magn af skotfærum, um fimm kíló af heróíni og sprengju. Þetta er ekki fyrsta skipti sem egypska lögreglan finnur göng af þessu tagi við landamæri Palestínu. Yfirvöld í Ísrael hafa sakað egypsk yfirvöld um aðgerðarleysi gagnvart smygli milli landanna. Egyptar hafa hins vegar bent á að verulega hafi dregið úr smygli með vopn og fíkniefni milli landanna frá því Hamas samtökin tóku völdin á Gazasvæðinu í síðstliðnum júnímánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×