Erlent

Rússar selja Írönum þotuhreyfla í herþotur

Írönsk Azarakhsh herþota.
Írönsk Azarakhsh herþota. MYND/AFP

Íranir hafa ákveðið að kaupa 50 rússneska RD-33 þotuhreyfla sem sérstaklega eru hannaðir fyrir herþotur. Gert er ráð fyrir því að Pútín, forseti Rússlands, undirriti samkomulag þessa efnis á meðan opinber heimsókn hans í Íran stendur yfir.

Talið er samkomulagið sé um 9 milljarða íslenskra króna virði. Þotuhreyflarnir eru sérstaklega hannaðir fyrir MiG-29 orrustuþotur. Íranir hyggjast hins vegar setja hreyflana í Azarakhsh orrustuþotur sem upphaflega voru hannaðar út frá hinum bandarísku F-5E orrustuþotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×