Bíll Díönu gæti hafa lent í árekstri 15. október 2007 16:57 Ljósmynd papparazzi ljósmyndara af bíl prinsessunnar skömmu fyrir áreksturinn. MYND/AFP Bíllinn sem Díana prinsessa var í þegar hún lést gæti hafa rekist á annan stóran og dökkan bíl þegar hann keyrði inn göngin í París. Þetta eru upplýsingar vitna við réttarrannsókn á dauða Díönu og Dodi Fayed. Jean-Claude Catheline og eiginkona hans Annick sögðust hafa séð tvo bíla keyra samhliða inn í göngin. Þau heyrðu ískur í hjólbörðum og síðan árekstrarhljóð þegar þau gengu nær undirgöngunum. Hjónin báru vitni í gegnum myndsendingu frá París en réttarrannsóknin fer fram í London. Þar sögðu þau að um leið og bílarnir hafi horfið þeim sjónum hafi þau heyrt hljóð sem var eins og annar bíllinn hefði rekist á hinn. Þau haldi að það hafi verið rétt áður en bíllinn fór inn í göngin. Úrdráttur úr upphaflegu lögregluskýrslunni var lesinn við réttinn. Þar höfðu hjónin sagt að strax á eftir fyrra hljóðinu hafi heyrst annað mun, mun hærra og öðruvísi hljóð. Parið hafði verið úti um kvöldið og var að ganga frá Effel turninum að bíl sínum þegar það varð vitni að atburðinum. Tengdasonur hjónanna sem var með þeim ásamt dóttur þeirra sagðist hafa tekið eftir stórum dökkum bíl sem keyrði á ofsahraða inn í göngin. Hann hafi sagt eitthvað um að þau væru brjáluð að keyra svona hratt. Francois Levistre var ökumaður næsta bíls fyrir framan Mercedes Benz bifreiðina. Hann sá atburðina gerast í baksýnisspeglinum. Hann segist hafa séð mótorhjól með sterku hvítu ljósi sem fór fram úr bifreið Díönu skömmu áður en hún missti stjórn og snerist í göngunum. Hann segir farþega á mótorhjólinu þá hafa farið af hjólinu, gengið að bílnum, litið inn og gefið bendingu til ökumanns mótorhjólsins áður en parið keyrði í burtu. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Bíllinn sem Díana prinsessa var í þegar hún lést gæti hafa rekist á annan stóran og dökkan bíl þegar hann keyrði inn göngin í París. Þetta eru upplýsingar vitna við réttarrannsókn á dauða Díönu og Dodi Fayed. Jean-Claude Catheline og eiginkona hans Annick sögðust hafa séð tvo bíla keyra samhliða inn í göngin. Þau heyrðu ískur í hjólbörðum og síðan árekstrarhljóð þegar þau gengu nær undirgöngunum. Hjónin báru vitni í gegnum myndsendingu frá París en réttarrannsóknin fer fram í London. Þar sögðu þau að um leið og bílarnir hafi horfið þeim sjónum hafi þau heyrt hljóð sem var eins og annar bíllinn hefði rekist á hinn. Þau haldi að það hafi verið rétt áður en bíllinn fór inn í göngin. Úrdráttur úr upphaflegu lögregluskýrslunni var lesinn við réttinn. Þar höfðu hjónin sagt að strax á eftir fyrra hljóðinu hafi heyrst annað mun, mun hærra og öðruvísi hljóð. Parið hafði verið úti um kvöldið og var að ganga frá Effel turninum að bíl sínum þegar það varð vitni að atburðinum. Tengdasonur hjónanna sem var með þeim ásamt dóttur þeirra sagðist hafa tekið eftir stórum dökkum bíl sem keyrði á ofsahraða inn í göngin. Hann hafi sagt eitthvað um að þau væru brjáluð að keyra svona hratt. Francois Levistre var ökumaður næsta bíls fyrir framan Mercedes Benz bifreiðina. Hann sá atburðina gerast í baksýnisspeglinum. Hann segist hafa séð mótorhjól með sterku hvítu ljósi sem fór fram úr bifreið Díönu skömmu áður en hún missti stjórn og snerist í göngunum. Hann segir farþega á mótorhjólinu þá hafa farið af hjólinu, gengið að bílnum, litið inn og gefið bendingu til ökumanns mótorhjólsins áður en parið keyrði í burtu.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira