Erlent

Óvíst um för Pútins til Írans

Rússneskir embættismenn segjast nú vera óvissir um hvort Pútin forseti haldi sig við fyrirhugaða heimsókn til Írans. Pútin er núna í Þýskalandi, þar sem hann hefur verið að ræða við Angelu Merkel kanslara.

Í gærkvöldi tilkynnti rússneska leyniþjónustan að viðvaranir hefðu borist um fyrirhugað tilræði við Pútin í Íran. Pútin á að fara þangað í kvöld.

Verði af ferðinni þangað, verður það fyrsta heimsókn Moskvuleiðtoga til Írans síðan Stalín fór þangað til fundar við Rosevelt og Churchill á tímum síðari heimsstyrjaldar, árið 1943.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×