Hvernig er að deyja? Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 15. október 2007 11:59 MYND/Getty Images Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu. Vísindi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Flest okkar hafa líklega velt því fyrir sér hvernig það sé að deyja. Vísindamenn hafa nú rannsakað málefnið og upplýst bæði ógnvekjandi og heillandi staðreyndir um dauðann. Í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist birtist niðurstaða hóps vísindamanna um mismunandi upplifun á því að komast yfir móðuna miklu, allt frá því að vera brenndur lifandi til þess að vera hálshöggvinn. Vísindamennirnir studdust við niðurstöður læknavísinda og reynslusögur þeirra sem höfðu næstum dáið eða verið lífgaðir við. Vanalega er það skortur á súrefni til heilans sem veldur dauða samkvæmt rannsókninni.DrukknunSkelfing grípur fórnarlömbin fyrst og þau reyna að halda í sér andanum, vanalega í um 30 sekúndur. Þeir sem hafa komist lífs af segja að þegar vatn fari í lungun sé eins og þau séu að brenna eða rifna, en fljótlega fylgi afar róandi og friðsæl tilfinning. Skortur á súrefni veldur meðvitundarleysi, hjartað hættir að slá og heiladauði fylgir í kjölfarið.HjartaáfallÞrúgandi brjóstverkur, eða tilfinning eins og þrýst sé á brjóstkassann er algengasta einkenni þess þegar hjartvöðvinn berst fyrir súrefni. Eftir um 10 sekúndur verður viðkomandi meðvitundarlaus og innan nokkurra mínútna getur dauði fylgt. BlóðmissirSá sem missir einn og hálfan líter af blóði verður máttlaus, þyrstur og kvíðinn. Þegar blóðmissir er kominn upp í tvo lítra svimar fólki, það verður ruglað og missir að lokum meðvitund. Raflost Raflost í heimahúsi getur leitt til hjartastopps sem aftur leiðir til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur. Sterkari straumar í gegnum hjartað eða heilann geta stuðlað að tafarlausu meðvitundarleysi. Því hefur hins vegar verið haldið fram að fangar sem eru líflátnir með þessum hætti hafi raunverulega dáið úr ofhitnun heilans eða köfnun. Hátt fallÞeir sem hafa lifað af hátt fall segja skynhrif af því að tíminn hægi á sér mjög sterk. Rannsókn á 100 sjálfsmorðsstökkvum af Golden Gate brúnni í San Fransisco leiddi í ljós skyndilegan dauða þar sem lungu höfðu fallið saman, hjörtu sprungið eða skemmdir orðið á líffærum af völdum brotinna rifbeina. Henging Sjálfsmorðshengingar og gamaldags aftökuaðferðir orsaka dauða af völdum kyrkingar. Þetta getur leitt til meðvitundarleysis eftir um 10 sekúndur, en snara sem lendir á vitlausum stað getur orsakaða margra mínútna þjáningu. Að falla niður í snörunni úr einhverri hæð leiðir til hálsbrots. Rannsókn á 34 föngum sem líflátnir voru á þennan hátt sýnir að fjórir af hverjum fimm létust að mestu vegna köfnunar. Eldur Bruni veldur áköfum sársauka og eykur tilfinningu húðarinnar fyrir honum. Þegar yfirborðstaugar skemmast minnkar tilfinningin að hluta - en ekki mikið, samkvæmt sérfræðingunum. En flestir sem deyja í eldsvoðum kafna eða verða fyrir reykeitrun áður en þeir verða eldinum að bráð. Afhöfðun Að vera hálshöggvinn getur tekið skjótan tíma og verið kvalalaust, en meðvitund er talin halda áfram í stuttan tíma eftir að mænan fer í sundur. Sérfræðingar hafa reiknað út að heilinn gæti haldið áfram að virka í nokkrar sekúndur. Skýrslur af aflífunum með fallöxum í Frakklandi sýndu hreyfingar á augum og munni í allt að hálfa mínútu.
Vísindi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira