Erlent

Báturinn er bambusstöng

Ný vatnsíþróttagrein hefur litið dagsins ljós í Kína en það er sigling á bambusstöng. Það voru íbúar í þorpinu Chishui, nálægt borginni Zuity, sem fundu þessa íþróttagrein upp og æfa sig í henni á Pinzhou ánni.

Bambusinn er ræktaður í grennd við þorpið en töluvert jafnvægisskyn þarf til að sigla á einni bambusstöng. Árin sem siglt er með er einnig gerð úr bambusstöng. Þessi íþrótt er vinsæl meðal ferðamanna sem heimsækja svæðið og hefur breiðst út til nálægra byggða við ánna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×