Erlent

Handtekinn fyrir að þykjast vera lögregluþjónn

MYND/RR

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gær í bænum Holstebro í Danmörku fyrir að þykjast vera lögregluþjónn. Maðurinn hafði breytt hvítri Volvo bifreið í lögreglubíl og ekið um götur bæjarins.

Lögreglan fékk í gærmorgun spurnir af einkennilegum lögreglubíl á ferð um götur bæjarins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða hvíta Volvo 240 bifreið af sömu gerð og lögreglan notar. Hafði eigandi bifreiðarinnar sett sírenur á þak bílsins og málað hann eins og um lögreglubifreið væri að ræða.

Maðurinn var handtekinn og einkennismerki tekin af bílnum. Ekki er vitað til þess að maðurinn hafi stöðvað aðrar bifreiðar undir þeim formerkjun að hann væri lögregluþjónn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×