Erlent

Bauð upp á myglaðan og útrunninn mat

Frá Nýhöfn.
Frá Nýhöfn. MYND/PP

Eigandi veitingahúss í bænum Haderslev í Danmörku fékk þann vafasama heiður í gær að greiða eina hæstu sekt sögunnar þar í landi fyrir óhreinlæti. Maturinn sem var á boðstólnum var ekki talinn hæfur til manneldis.

Alls var eigandanum gert að greiða 45 þúsund danskar krónur í sekt eða um 500 þúsund íslenskar krónur. Um er að ræða hæstu sekt sinnar tegundar í Danmörku. Veitingahúsið sérhæfir sig í hvers konar sjávarréttum einkum síld og krabba. Við nánari skoðun kom í ljós að maturinn var meira og minna myglaður.

Í eldhúsinu höfðu fjölmargar kóngulær gert sig heimakærar og mátti víða finna kóngulóavefi. Allur maturinn sem var á boðstólnum var útrunninn og í sumum tilvikum hafði eigandi veitingahússins skipt um pakkningar til að fela aldur matvörunnar. Þá fannst mikið magn myglusvepps í því remúlaði sem boðið var upp á með matnum.

Staðurinn bar þess ennfremur merki að þar hafði ekki verið hreinsað í áraraðir og fundust víða gamlar matarleifar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×