Erlent

Svíar bestir í að hjálpa innflytjendum

Innflytjendur á Spáni.
Innflytjendur á Spáni. MYND/AFP

Svíar standa sig best í því að hjálpa innflytjendum að koma sér fyrir í hinu nýja samfélagi en Lettar verst. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Evrópusambandið lét gera.

Rannsóknin tók til 25 þjóða Evróupsambandins. Sérstaklega var horft til þess hvernig ríki taka á móti innflytjendjum. Hversu erfitt er fyrir innflytjendur að fá vinnuleyfi, tækifæri til fastrar búsetu, hvort fjölskyldumeðlimir geti fengið að flytja til landsins og hvort í landinu séu sérstök lög sem reyni að hindra kynþáttarfordóma.

Athygli vakti að þau lönd Evróupsambandsins sem hafa jafnaði flesta innflytjendur stóðu sig aðeins í meðallagi. Var um að ræða lönd á borð við Bretland, spánn þýskaland, frakkland og ítalíu.

Best kom Svíþjóð út og þar á eftir Portúgal og Belgía.

Almennt þóttu Evrópulönd þó mega taka sig verulega á til einfalda og bæta reglugerðir varðandi innflytjendur og gera þeim þannig auðveldara með að setjast að í nýju landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×