Erlent

Sautján hryðjuverkamenn handteknir á Nýja Sjálandi

Lögreglumenn á Nýja Sjálandi.
Lögreglumenn á Nýja Sjálandi. MYND/AFP

Lögregluyfirvöld á Nýja Sjálandi handtóku í morgun sautján manns í viðamiklum lögregluaðgerðum sem beindust gegn hryðjuverkastarfsemi þar í landi.

Fólkið sem var handtekið tilheyrir annars vegar herskáum hópum Maori frumbyggja og hins vegar aðgerðarhópum náttúruverndarsinna. Fólkið var handtekið í sérstökum æfingarbúðum í norðurhluta Nýja Sjálands en þar lagði lögregla einnig hald á mikið magn skotvopna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×