Erlent

Forseti Kína sakar embættismenn um spillingu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt Hu Jintao, forseta Kína.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt Hu Jintao, forseta Kína. MYND/365

Kínverski kommúnistaflokkurinn hefur brugðist væntingum kínverja að mati Hu Jintao, forseta Kína. Þetta kom fram í ræðu forsetans á sautjánda flokksþingi kínverska kommúnistaflokksins í Peking í gær.

Beindi forsetinn orðum sínum sérstaklega að embættismönnum og sagði alltof marga í þeirra hópi hafa gerst seka um spillingu og eyðslusemi.

Æðstu embættismenn kínverska kommúnistaflokksins koma saman á fimm ára fresti að til að móta framtíðarstefnu landsins. Í ræðu sinni í gær sagði Hu margt hafa áunnist á undanförnum árum en flokkinum hefði þó ekki tekist að standa fyllilega undir væntingum fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×