Erlent

Ráðist á forseta Þýskalands

Horst Koehler, til vinstri, ásamt Saul Friedlander á bókamessunni í Frankfurt í dag. Eiginkonur þeirra eru með þeim á myndinni.
Horst Koehler, til vinstri, ásamt Saul Friedlander á bókamessunni í Frankfurt í dag. Eiginkonur þeirra eru með þeim á myndinni.
Forseti Þýskalands Horst Koehler varð fyrir árás í dag þegar hann kom af verðlaunaafhendingu á bókamessunni í Frankfurt. 44 ára gamall maður frá Rúmeníu sem búsettur er í Þýskalandi vatt sér að forsetanum og greip í jakkaboðunga hans áður en lífverðir forsetans náðu að yfirbuga hann.

Koehler meiddist ekki í árásinni, að sögn fréttastofu Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×