Erlent

Howard boðar til kosninga í Ástralíu

John Howard forsætisráðherra Ástralíu boðaði í dag til þingkosninga, sem verða haldnar 24. nóvember. Howard er 68 ára og hefur verið við völd í ellefu ár.

Hann er afar umdeildur og hefur verið dyggur stuðningsmaður Bush Bandaríkjaforseta og innrásarinnar í Írak. Skoðanakannanir benda til þess að hann verði undir í kosningunum og eigi jafnvel erfitt með að ná sjálfur kjöri í kjördæmi sínu í Sydney.

Höfuðandstæðingur hans er jafnaðarmaðurinn Kevin Rudd, sem er fimmtugur. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur verkamannaflokkur Rudds stuðning 59 prósenta kjósenda í Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×