Erlent

Grátbiður lögreglu um að hreinsa nafn sitt

Madeleine litlu hefur verið leitað síðan í maí.
Madeleine litlu hefur verið leitað síðan í maí. MYND/AP
Robert Murat, maðurinn sem fyrstur féll undir grun í Madeleine málinu grátbiður portúgölsku lögregluna um að hreinsa hann af grunsemdum um að vera viðriðin hvarf Madeleine McCann. Murat hefur í fimm mánuði verið með stöðu grunaðs í málinu án þess að hann hafi verið handtekinn eða ákærður vegna málsins. Þrátt fyrir fjölmiðlabann sem sett var á hann á sínum tíma kom Murat fram í viðtali við BBC. „Það hafa liðið fimm mánuðir, sparifé mitt er uppurið og mamma hjálpar mér eins og hún getur en það er erfitt," segir Murat sem býr hjá móður sinni í grennd við hótelið sem McCann fjölskyldan gisti á.

Murat er meinað að yfirgefa Portúgal á meðan á rannsókninni stendur.

Murat segir líf sitt hafa verið lagt í rúst í kjölfar þess að nafn hans kom upp í málinu, ellefu dögum eftir að Maddie hvarf. „Nú eru liðnir fimm mánuðir, hann hefur ekki heyrt í lögreglunni í þrjá mánuði og það eru engin sönnunargögn gegn honum," segir frænka hans sem einnig var til viðtals á BBC. Hún bætti því við að Murat hefði ekki séð dóttur sína í þessa fimm mánuði og að fjármál hans væru í rúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×