Erlent

Gassprenging í Úkraínu lagði byggingu í rúst

Gassprengingar hafa verið tíðar í austur evrópu undanfarin ár.
Gassprengingar hafa verið tíðar í austur evrópu undanfarin ár.

Íbúðabygging í Úkraínu gjöreyðilagðist í gassprengingu í morgun. Sex létust og fjölmargir slösuðust og óttast björgunarmenn að tala látinna eigi eftir að hækka.

Talsmaður almannavarna í Úkraínu sagði að um sé að ræða tíu hæða blokk í borginni Dnipropetrosk sem sé hluti af stærri íbúðabyggingu. Sjónvapsstöð í borginni segir að tekist hafi að bjarga 18 íbúum úr rústunum. Slys af völdum lélegra gasleiðslna hafa verið tíð í löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×