Erlent

Eins árs fangelsi fyrir ölvunarakstur

Frá Árósum.
Frá Árósum.

Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Árósum í Danmörku fyrir ítrekaðan ölvunarakstur. Um er að ræða einn þyngsta dóm sem fallið hefur í landinu fyrir brot sem þetta.

Dómurinn í dag var sá fjórtándi hann hafði hlotið fyrir ölvunarakstur en hann hafði verið tekinn fimm sinnum í sumar ölvaður undir stýri áður en lögregla handtók hann í september og færði í varðhald.

Í hvert skipti sem lögregla gerði bíl hans upptækan eftir ölvunarakstur fór hann heim og keypti sér í kjölfari' annan bíl fyrir litlar upphæðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×