Erlent

Vilhjálmur óttast um öryggi sitt

Vilhjálmur Bretaprins er áhyggjufullur um öryggi sitt eftir að hann og kærasta hans Kate Middleton voru hundelt af paparazzi ljósmyndurum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu konungsfjölskyldunnar var parið elt þar sem þau voru í bíl á leið af næturklúbbi í London. Myndir af þeim voru síðan birtar í the London Evening Standard.

Talsmaður prinsins segir atburðinn óskiljanlegan í ljósi þess að í vikunni hófst réttarrannsókn vegna dauða Díönu prinsessu, móður Vilhjálms. Hún lést í París fyrir tíu árum þegar bílstjóri hennar reyndi að komast undan fjölda papparazzi ljósmyndara sem eltu hana og Dodi Fayed af Ritz hótelinu í borginnni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×