Erlent

Forsetakosningar í Pakistan

Forsetakosningar fara fram í Pakistan í dag. Það eru þingmenn fjögurra héraðsþinga og báðar deildir þjóðþingsins sem kjósa forsetann í leynilegri kosningu. Búist er við að núverandi forseti Pervez Musharraf verði fyrir valinu.

Hæstiréttur landsins segir hins vegar að ekki sé ljóst hvort Musharraf hafi lagalegan rétt til að bjóða sig fram á sama tíma og hann er herforingi. Úrslit kosninganna verði ekki ljós fyrr en rétturinn úrskurði um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×