Erlent

Handtökuskipun á formann Interpol

Saksóknari í Suður-Afríku hefur gefið út handtökuskipun á hendur Jackie Selebi ríkislögreglustjóra landsins en Selebi er jafnframt núverandi formaður alþjóðalögreglunnar Interpol. Selebi er sakaður um tengsl við skipulögð glæpasamtök í Suður-Afríku.

Ásamt handtökuskipuninni gaf saksóknarinn út húsleitarheimild á heimili Selebi en hvorugu hefur verið framfylgt enn sem komið er.

Samkvæmt fregnum fjölmiðla í Suður-Afríku er ástæða þessara aðgerða auglýslega mjög náinn vinskapur Selebi við athafnamanninn Glenn Agliotti sem er sakaður um að hafa tekið þátt í morðinu á Brett Kebble árið 2005. Kebble var sterkefnaður námueigandi.

Agliotti hefur lengi verið sakaður um tengsl við glæpahópa í Suður-Afríku en Selebi neitar að hafa nokkra vitneskju um þau tengsl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×