Erlent

Ísraelar réðust á Sýrland

Ehud Olmert er forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert er forsætisráðherra Ísraels. Mynd/ AP

Ísraelar viðurkenndu í gær að bera ábyrgð á árás á herstöðvar Sýrlendinga sem gerð var þann 6. september síðastliðinn. Sýrlendingar sögðu strax eftir árásina að Ísraelar bæru ábyrgð á henni. Ísraelsk yfirvöld neituðu hins vegar að tjá sig og yfirmenn í ísraelska hernum bönnuðu allar yfirlýsingar um málið. Nú hafa þeir hins vegar lýst ábyrgð á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×