Erlent

Nýr stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins

Lögspekingar frá tuttugu og sjö ríkjum Evrópusambandsins hafa samið drög að nýjum stjórnarsáttmála sambandsins. Sáttmálanum er ætlað að koma í stað þeirrar sem franskir og þýskir kjósendur höfnuðu fyrir tveimur árum.

Portúgalar, sem fara með formennsku í Evrópusambandinu, vonast til þess að stjórnarskráin verði samþykkt á Evrópusambandsráðstefnu sem verður haldin síðar í þessum mánuði. Stjórnarskránni er ætlað að gera starf Evrópusambandsins skilvirkara en sambandið hefur tvöfaldast að stærð á einungis örfáum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×