Erlent

Nýr yfirmaður pakistanska hersins

Pervez Musharraf, forseti Pakistan og yfirmaður hersins.
Pervez Musharraf, forseti Pakistan og yfirmaður hersins. MYND/AFP

Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Pakistan, Ashfaq Pervez Kiani, mun taka við yfirstjórn pakistanska hersins verði Pervez Musharraf endurkjörinn forseti. Forsetakosningar verða haldnar í Pakistan á laugardaginn.

Hæstiréttur Pakistan úrskurðaði í síðustu viku að Pervez Musharraf væri heimilt að bjóða sig aftur fram til embættis forseta þó hann væri enn yfirmaður pakistanska hersins. Stjórnarandstaðan kærði framboð Musharraf á þeim forsendum að honum væri óheimilt að gegna báðum embættum. Hefur hún ennfremur hótað að sniðganga kosningarnar.

Musharraf hefur heitið því að láta af embætti nái hann kjöri. Allt bendir til þess að hann muni vinna sigur í kosningunum um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×