Erlent

Dauði Mussolini til Alþjóðadómstólsins

Eitt af barnabörnum Benito Mussolini krefst þess að kringumstæðurnar í kringum dauða einræðisherrans verði teknar til meðferðar fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Þetta kemur í kjölfar þess að héraðsdómur í bænum Como hafnaði sömu beiðni frá barnabarninu Guido.

Mussolini var að öllum líkindum tekinn af lífi af andspyrnumönnum undir lok seinni heimstryjaldarinnar eða í apríl 1945. Guido Mussolini efast úm að þetta sé rétt og því vill hann láta rannsaka málið.

Dómarinn Nicoletta Cremona segir í úrskurði sínum að aftaka Mussolini hafi verið stríðsaðgerð og geti ekki flokkast sem manndráp. Hinn 69 ára gamli Guido sættir sig ekki við þessa niðurstöðu og ætlar að áfrýja henni til Alþjóðadómstólsins eða Mannréttindadómstólsins í Strasburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×