Erlent

Kastaði upp í beinni útsendingu

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Fæstir vilja líklega vera þekktir fyrir að kasta upp, en það vekur svo sannarlega athygli í beinni útsendingu.
Fæstir vilja líklega vera þekktir fyrir að kasta upp, en það vekur svo sannarlega athygli í beinni útsendingu. MYND/YouTube

Sænskur sjónvarpsþáttastjórnandi fær mesta áhorfið á YouTube um þessar mundir. Eva Nazemson var að stýra spurningaþætti í beinni á TV4 sjónvarpsstöðinni þegar hún kastaði skyndilega upp. Karlkyns þátttakandi hafði hringt inn og var að leysa orðaþraut þegar Eva sneri sér óvænt til hliðar og ældi.

Eva hvarf af skjánum í nokkrar sekúndur en sneri aftur og tók upp þráðinn eins og ekkert hefði í skorist. Hún útskýrði fyrir áhorfendum að hún væri á blæðingum og hefði svo mikla verki af þeim völdum.

Þetta óvænta atvik hefur vakið áhuga meira en 250 þúsund manns sem hafa nálgast myndbrotið á YouTube.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×