Erlent

Ný tegund glæpamanna

Bavíanar geta verið árásargjarnir, sérstaklega þegar þeir eru hungraðir.
Bavíanar geta verið árásargjarnir, sérstaklega þegar þeir eru hungraðir. MYND/Getty Images

Ný tegund glæpamanna hefur stungið upp kollinum á Höfðasvæðinu í Suður-Afríku. Um er að ræða hóp bavíana sem er kennt um röð innbrota á heimili. Aparnir lifa villtir á svæðinu og fara um í leit að æti. Þeir hafa valdið skemmdum fyrir hundruð þúsunda íslenskra króna.

Sky fréttastofan hefur eftir einum íbúanum að bavíanarnir séu farnir að þekkja ísskápa, þeir kunni að opna þá og taki það sem þeir vilja. Þá hægi þeir gjarnan á sér hér og þar í híbýlunum.

Dr. Kirsch er einn margra fórnarlamba Bavíana-glæpaklíkunnar. Hann segist hafa sett rimla í gluggana hjá sér, en ekki hafi liðið á löngu þar til api var kominn inn í stofuna. Íbúarnir segja um daglegan atburð að ræða og kvarta yfir að bavíanarnir séu árásargjarnir þegar þeir séu að leita að æti.

Hundruð íbúanna hafa skrifað undir bréf til yfirvalda um að færa dýrin í þjóðgarð. Sumir hafa gengið það langt að skjóta að dýrunum.

Chacma bavíanarnir eru vernduð dýrategund, en á síðustu tveimur árum hafa í það minnsta 20 dýr verið drepin af 350 dýra stofni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×