Erlent

Skýstrókar gengu yfir England

Skýstrókar geta valdið mikilli eyðileggingu.
Skýstrókar geta valdið mikilli eyðileggingu. MYND/Getty Images
Röð skýstróka hefur gengið yfir England í morgun og gjöreyðilagt heimili á nokkrum stöðum. Bresku fréttastofurnar Sky og BBC greina frá því að skýstrókarnir hafi gengið yfir á sjöunda tímanum í morgun. Íbúar segja tré hafa rifnað upp með rótum og skemmt heimili og bíla. Fréttir eru enn óljósar af afleiðingum veðursins, en svæðin sem urði fyrir barðinu á skýstrókunum voru Northampton, Derby, Luton, Nottinghamshire, Hampshire og miðhéruð Englands. Samkvæmt heimildum lögreglu reif hvirfilbylurinn 10 þök af húsum í Farnborough þar sem 20 eignir skemmdust. Talsmaður veðurstofunnar sagði að enn væri búist við vindi og rigningu og aðstæður fyrir frekari skýstróka væru til staðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×