Erlent

Segir Írani ekki vilja koma sér upp kjarnorkuvopnum

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans. MYND/Getty Images

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir Írani ekki stefna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þetta kom fram í máli forsetans í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS.

Þar segir forsetinn ennfremur að Íranir hafi enga þörf á kjarnorkuvopnum enda þjóni það hvorki hernaðarlegum né pólitískum markmiðum. Þá segir hann það einnig rangt að landið undirbúi sig nú undir stríð við Bandaríkin.

Bandaríkjamenn hafa sakað Írani um að koma sér upp kjarnorkuvopnum og hafa hótað refsiaðgerðum til að stöðva þær áætlanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×