Erlent

Mikið af olíu og jarðgasi við Grænland

MYND/AFP

Rannsóknir olíuleitarmanna benda til þess að gríðarlega mikið af olíu og jarðgasi sé að finna við norðausturströnd Grænlands. Er talið að verðmæti olíunnar nemi eitt hundrað þúsund milljörðum íslenskra króna.

Það voru vísindamenn frá Bandarísku jarðvísindastofnunni sem stóðu að rannsókninni við norðausturströnd Grænlands. Um er að ræða umfangsmestu olíuleitarrannsókn sem farið hefur fram á þessum slóðum.

Fyrstu niðurstöður þykja benda til þess að mikið af olíu og jarðgasi megi finna á svæðinu. Hafa vísindamennirnir nú þegar flokkað það sem 19. stærsta olíusvæðið í heiminum og er talið að þar liggi um þrjátíu ein milljón tonna af olíu og jarðgasi. Miðað við núverandi olíuverð nemur verðmæti magnsins um eitt hundrað þúsund milljörðum íslenskra króna.

Áður hafa rannsóknir við vesturströnd Grænlands bent til þess að þar megi einnig finna mikið magn af olíu.

Haft er eftir Flemming G. Christiansen, frá Jarðvísindastofnun Danmerkur og Grænlands, í Jótlandspóstinum í dag að hægt verði að fara vinna olíu við Grænland ekki seinna en eftir tíu til fimmtán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×