Erlent

Pólska skútan fundin

Höskuldur Kári Schram skrifar
Pólska skútan sem hvarf á hafsvæðinu milli Íslands og Skotlands kom í leitirnar í nótt. Var hún þá stödd við Orkneyjar. Sjö voru um borð í skútinni og amaði ekkert að fólkinu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Björgunarbátur frá Orkneyjum er nú að færa skútuna til hafnar.

Landhelgisgæslan á Íslandi, Skotlandi og Færeyjum hófu leit að skútunni í gærkvöldi en þá höfðu skipverjar ekki látið í sér heyra síðan á mánudaginn í síðustu viku. Skútan var á leið frá Keflavík til Aberdeen en samkvæmt frétt bresku fréttastofunnar BBC bilaði vélin á leiðinni sem og fjarskiptabúnaður.

Um er að ræða sömu skútu og lenti í vandræðum vegna vélarbilunar fyrir utan Reykjanes þann 10. september síðastliðinn. Landhelgisgæslan kom þá skútunni til aðstoðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×