Erlent

Fujimori verður framseldur

Hæstiréttur í Chile hefur ákveðið að framselja Alberto Fujimori fyrrverandi forseta Perú. Fujimori er sakaður um fjárdrátt og mannréttindabrot í valdatíð sinni á tíunda áratugnum.

Fujimori hefur dvalið í Chile frá árinu 2005 þegar að hann var handtekinn við komuna frá Japan. Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur honum fyrir að hafa dregið sér um fimmtán milljónir dollara, og að hafa verið beitt óþarfa hörku í stríðinu gegn hryðjuverkum, en í stjórnartíð hans minnkuðu umsvif maóíska uppreisnarhópsins Skínandi Stígs verulega.

Fujimori virtist vera að skipuleggja endurkomu í stjórnmálalífið í Perú. Hann var forseti landsins í tvö kjörtímabil frá árinu 1990 til 2000. Ríkissstjórn hans splundraðist að lokum þegar upp komst um mikla spillingu í henni, og Fujimori flúði í útlegð til Japan.

.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×