Erlent

Bankarán í Danmörku

Ógnuðu starfsfólki með hníf.
Ógnuðu starfsfólki með hníf. MYND/AB

Tveir grímuklæddir menn vopnaði hnífum rændu útibú Danske Bank í bænum Lyngby í Danmörku í morgun. Mennirnir ógnuðu starfsfólki bankans og höfðu á brott með sér peninga sem þeir tóku úr peningakassa gjaldkera.

Mennirnir náðu að komast í burtu á grænum fólkbíl. Svo virðist sem ökumaður fólksbílsins hafi beðið fyrir utan á meðan mennirnir fóru inn í bankann.

Ekki liggur fyrir hversum miklum fjármunum mennirnir náðu að stela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×