Erlent

Gera loftárásir á Tamíl Tígra

Velupillai Prabhakaran, leiðtogi Tamíl-tígranna.
Velupillai Prabhakaran, leiðtogi Tamíl-tígranna.
Stjórnarher Sri Lanka gerði í morgun loftárásir á bækistöðar uppreisnarmanna Tamíl Tígra á yfirráðasvæði þeirra í norðurhluta landsins. Þetta er í annað sinn á tveimur dögum sem herinn gerir árás á svæðið, en þeir segjast hafa fyrir því heimildir að þar fari nú fram fundur háttsettra Tamíltígra.

Í yfirlýsingu frá Tamíl Tígrunum sagði að heimili hefðu eyðilagst í árásinni en að enginn hefði látist.

Tígrarnir hafa í rúm tuttugu ár barist fyrir sjálfstæðu ríki tamíla á Sri Lanka. Á pappírunum hefur ríkt vopnahlé í landinu frá árinu 2002, sem norræn eftirlitssveit, skipuð Íslendingum og Norðmönnum hefur fylgst með. Verulega hefur þó kvarnst úr friðarferlinu undanfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×