Enski boltinn

Sérfræðingur vill Owen undir hnífinn

NordicPhotos/GettyImages

Breskur sérfræðingur segir það vera framherjanum Michael Owen fyrir bestu að fara strax í aðgerð vegna kviðslitsins sem hefur hrjáð hann síðan í leiknum gegn Derby á mánudagskvöldið.

Sérfræðingurinn Dudley Rogg segir að ef aðgerðinni verði slegið á frest gæti það orðið til þess að meiðslin yrðu alvarlegri en ella. Hann mælir með því að Owen verði strax látinn gangast undir aðgerð, því tæknin sé orðin svo góð í slíkum aðgerðum að leikmenn séu nú orðið byrjaðir að spila á ný aðeins tveimur vikum eftir aðgerðina.

Owen á mikilvæga leiki fyrir höndum með Newcastle og enska landsliðinu og Sam Allardyce stjóri Newcastle er ekki sagður hrifinn af því að missa framherjan sinn. "Með því að fara í aðgerð núna getur Owen verið farinn að spila aftur eftir tvær vikur án þess að finna fyrir nokkru. Ef Sam Allardyce frestar ekki aðgerðinni gæti Owen verið orðinn klár fyrir leikinn gegn Eistum þann 13. október," sagði Rogg.

Allardyce vill hinsvegar nota Owen sem fyrst. "Við sendum hann í skoðun en það kom í ljós að hann er í fínu standi og ætti að spila á sunnudaginn," sagði Allardyce, en hans menn mæta þá West Ham á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×