Erlent

Bin Laden lýsir yfir stríði við Pakistan

Bin Laden í myndbandsávarpi 7. september síðastliðinn.
Bin Laden í myndbandsávarpi 7. september síðastliðinn. MYND/AFP

Osama bin Laden lýsir yfir stríði á hendur Perves Musharraf forseta Pakistan og her landsins í myndbandi sem birt verður á íslamskri vefsíðu. Fyrirsagnir á vefsíðunni segja ekki hvenær myndbandið verður birt, en áður hafa myndbönd al-Kaída verið birt á síðunni.

Bin Laden birtist síðast í myndbandi 7. september, því fyrsta í þrjú ár að eigin sögn. Þar sagði hann að Bandaríkin væru enn varnarlaus þrátt fyrir völd þeirra. Hann birtist einnig í myndbandi 11. september þar sem hann lofaði flugræningjana 19 sem framkvæmdu árásirnar í New York og Washington fyrir sex árum.

Í dag var tilkynnt að Musharaff myndi bjóða sig fram til forsetakosninga 6. október næstkomandi þrátt fyrir minnkandi vinsældir. Musharraf hefur sagt að nái hann endurkjöri muni hann segja af sér sem yfirmaður hersins.

Talið er að Bin Laden sé í felum í fjalllendi við landamæri Afghanistan og Pakistan. Nánast ómögulegt er að nálgast svæðið og segir Bandaríkjastjórn það vera öruggt athvarf fyrir al-Kaída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×