Erlent

Forseti Íran fær ekki að skoða Ground Zero

Forseti Íran, Mahmoud Ahmadinejad, hefur verið synjað leyfi um að fá að leggja blómsveig við Ground zero minnismerkið í New York.

Ahmadinejad verður í New York í næstu viku vegna fundar allsherjarnefndar Sameinuðu Þjóðanna. Hann óskaði eftir því við borgaryfirvöld að fá að skoða staðinn þar sem World Trade Center turnarnir stóðu og leggja blómsveig að minnismerkinu sem þar stendur.

Borgaryfirvöld í New York treystu sér hins vegar ekki til að veita leyfið. Nokkar ástæður hafa verið gefnar en margir telja að það hafi verið vegna þess hve stirð samskipti Bandaríkjamanna og Írana eru um þessar mundir.

Talsmaður í Hvíta Húsinu sagði til að mynda um málið að honum þætti undarlegt að forseti lands sem styðji hryðjuverk vilji skoða Ground Zero minnismerkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×