Enski boltinn

Koumas tryggði Wigan stig gegn Fulham

Koumas var öryggið uppmálað í vítaspyrnunni
Koumas var öryggið uppmálað í vítaspyrnunni NordicPhotos/GettyImages

Jason Koumas hélt upp á 300. deildarleik sinn í dag með því að skora jöfnunarmark slakra Wigan-manna í 1-1 jafntefli á heimavelli við Fulham. Clint Dempsey hafði áður komið gestunum yfir. Wigan varð fyrir því áfalli að missa landsliðsframherjann Emile Heskey meiddan af velli.

"Við áttum að vinna þennan leik enda stjórnuðum við ferðinni í 80 mínútur. Við fáum ekki mikið betra tækifæri til að vinna leik á útivelli en til þess verðurm við líka að nýta færin okkar," sagði Lawrie Sancez, stjóri Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×