Enski boltinn

Fyrsti heimasigur Birmingham

NordicPhotos/GettyImages
Birmingham tryggði sér í dag fyrsta heimasigurinn í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði lánlausa Bolton-menn 1-0 með marki framherjans Oliver Kapo. Heimamenn áttu frekar náðugan dag gegn slöppum gestunum, sem sýndu ekki lífsmark fyrr en í lok leiksins. Lærisveinar Sammy Lee hafa því enn ekki náð að sigra á útvelli á leiktíðinni og Birmingham náði í afar mikilvæg stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×