Erlent

Vilja ekki fleiri erlenda verkamenn

Michael Glos, efnhagsráðherra Þýskalands.
Michael Glos, efnhagsráðherra Þýskalands. MYND/Getty Images

Hugmynd framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins um að aðildarlönd opni landamæri sín fyrir erlendu vinnuafli hafa fallið í grýttan jarðveg í Þýskalandi. Haft er eftir Michael Glos, efnhagsráðherra Þýskalands, á vefútgáfu þýska blaðsins Der Spiegel í dag að Þjóðverjar vilji ekki taka við fleiri erlendum verkamönnum í bili.

Franco Frattini, sem fer með dóms- og innanríkismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, lýsti því yfir í gær að hann hygðist leggja fram tillögu á fundi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í lok október þessa efnis að Evrópuríki opni landamæri sín fyrir erlendu vinnuafli. Vill hann með þessu snúa við þeirri þróun að menntað vinnuafl flytji til Bandaríkjanna en á meðan taki Evrópuþjóðir við ómenntuðu vinnuafli.

Hugmyndin hefur hins vegar fallið í grýttan jarðveg hjá þýskum ráðamönnum. Haft er eftir Michael Glos, efnahagsráðherra Þýskalannds, á vefútgáfu þýska blaðsins Der Spiegel að slíkt komi ekki til greina hvað Þýskaland varðar. Segir hann að nægt framboð sé á þýskum vinnumarkaði og bendir á 9 prósent atvinnuleysi máli sínu til stuðnings. Því sé ekki skynsamlegt í stöðunni að opna landamærin frekar.

Þýsk yfirvöld hafa verið treg við að opna landamæri sín fyrir verkamönnum frá löndum utan Evrópusambandsins. Í síðasta mánuði tilkynntu Þjóðverjar hins vegar að þeir myndu taka við verkfræðimenntuðum einstaklingum frá Austur-Evrópu en mikill skortur er á verkfræðingum í Þýskalandi þess stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×