Erlent

50 ísraelskir hermenn slasast í árás

Palestínskir vígamenn á Gasa svæðinu skutu eldflaug á æfingastöð ísraelska hersins fyrir nokkrum klukkutímum síðan. 50 hermenn slösuðust í árásinni og er talið víst að atvikið muni auka þrýsting á ísraelsk stjórnvöld um að láta til skarar skríða á Gasa en svæðið er undir stjórn Hamas samtakanna.

Eldflaugaárásir hafa verið nokkuð tíðar frá Gasa en aldrei áður hafa svo margir slasast. Ísraelar svöruðu árásinni strax með því að skjóta eldflaug í átt að norðurhluta Gasa og herma fregnir að tveir hafi slasast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×