Erlent

Hleranir komu í veg fyrir hryðjuverk í Evrópu

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir að hleranir hafi átt stóran þátt í því að upp komst um fyrirhugaðar hryðjuverkaárásir í Þýskalandi og í Danmörku á dögunum.

Þetta kom fram þegar yfirmaðurinn, Michael McConnell, bar vitni fyrir þingnefnd sem rannsakar lögmæti hlerana leyniþjónustunnar. Hann biðlaði til þingmannanna um að koma ekki í veg fyrir möguleikann á hlerunum, en í ágúst voru umdeild bráðabirgðalög sett sem heimila stjórnvöldum að hlera útlendinga grunaða um hryðjuverk, án dómaraúrskurðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×