Erlent

Þjóðverjar hafa 10 daga til að kveða herlið sitt heim frá Afganistan

Hannelore Krause, móður mannsins, var sleppt í júlí. Nú er syni hennar hótað lífláti.
Hannelore Krause, móður mannsins, var sleppt í júlí. Nú er syni hennar hótað lífláti. Mynd/ AFP
Íraskir skæruliðar, sem kalla sig Örvar réttlætisins, segja að Þjóðverjar hafi 10 daga til að draga herlið sitt frá Afganistan. Að öðrum kosti muni þeir drepa þýsk-íraskan gísl sem þeir hafa í haldi. Þetta kom fram á myndbandi sem skæruliðarnir settu á Netið fyrir fáeinum mínútum, samkvæmt Reuters fréttastofunni. Skæruliðahópurinn lét Hannelore Krause, móður mannsins, lausa í júlí. Myndbandið sýnir hana kveðja son sinn áður en henni er sleppt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×