Erlent

Tveir létust í jarðgangaslysi á Ítalíu

Tveir létust og um 150 voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir að bíll skall á öryggisgrindverk með þeim afleiðingum að það kviknaði í honum í jarðgöngum á norður Ítalíu í dag.

Slysið varð í San Martino göngunum nálægt Lecco, við rætur Alpanna.  Ökumaður bílsins brann til bana og annar ökumaður kafnaði þegar reykur fyllti göngin. Þá yfirgáfu hundruðir bíla sína og flúðu reykinn í átt að gangamunnanum.

Flestir þeirra sem voru fluttir á spítala reyndust einungis hafa orðið fyrir minniháttar reykeitrun, en átta var haldið til frekari rannsókna.

39 létust í eldi í göngunum Mont Blanc göngunum í Ölpunum milli Frakklands og Ítalíu árið 1999.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×