Erlent

Íþróttafréttamaður tæklaður í beinni

Íþróttafréttamaður ástralskrar sjónvarpsstöðvar varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í beinni útsendinu í gærkvöldi. Hann var að greina frá úrslitum í rúgbíleik fyrir utan leikvang í Melbourne þegar óð rúgbíbulla tæklaði hann til jarðar.

Hópur manna réðst þá að fréttamanninum, Ben Davis, og gekk í skrokk á honum. Davis tókst að forða sér og slapp hann með smávægilegar skrámur. Árásarmennirnir komust undan en lögregla hefur birt myndir af þeim enda árásin gerð í beinni útsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×