Erlent

Saksóknari fær gögn

Guðjón Helgason skrifar
Saksóknari í Portúgal fær í dag í hendurnar gögn vegna rannsóknar á hvarfinu á bresku telpunni Madeleine McCann. Um er að ræða það sem lögregla hefur aflað eftir að foreldrar stúlkunnar fengu réttarstöðu grunaðra í málinu í síðustu viku.

Madeleine hvarf af hótelherbergi fjölskyldunnar í Praia da Luz í Portúgal í maí síðastliðnum og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Foreldrar stúlkunnar fengu að snúa aftur heim til Englands í gær með leyfi portúgalskra yfirvalda en hægt er að kalla þau aftur til Portúgals með fimm daga fyrirvara.

Í portúgölskum miðlum í morgun er fullyrt að lögregla þar undirbúi nú húsleit á nokkrum stöðum vegna málsins en ekki vitað hvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×