Erlent

Finna gömul flök en ekki Fossett

Steve Fossett
Steve Fossett MYND/Getty

Björgunarlið sem nú leitar að bandaríska ævintýramanninum Steve Fossett í Nevada eyðimörkinni í Bandaríkjunum hafa fundið sex flugvélaflök sem aldrei hafa fundist áður, en ekkert hefur spurst til Fossets.

Fjörutíu og sex flugvélar tóku þátt í leitinni í gær en Fossett hefur verið saknað í sex daga. Leitarsvæðið er gríðarlega stórt eða um tuttugu og sex þúsund kílómetrar og mjög erfitt yfirferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×