Erlent

Segir ástæðu til að óttast al-Qaida

George Bush Bandaríkjaforseti segir ummæli Osamas bin Ladens á myndbandi, sýna hver langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Írak séu. Í myndbandinu hæðist bin Laden að lýðræðinu í Bandaríkjunum.

Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi myndbandið í gærkvöldi sem er um hálftíma langt. Þar minnist Bin Laden meðal annars nokkrum sinnum á árásirnar á New York og Washington og segir að Bandaríkjastjórn hafi orðið að breyta um stefnu vegna þeirra.

,,Frá 11. september hafa Mujahedeensveitirnar haft áhrif á stefnu Bandaríkjanna. Og bandaríska þjóðin hafa uppgötvað sannleikann: Orðstír herrar versnaði, virðing hennar þvarr um allan heim og efnahagurinn var mergsoginn."

Þá segir Bin Laden að með því að neita að viðurkenna ósigra Bandaríkjamanna í Írak sé Bush forseti að endurtaka mistök sovéskra ráðamanna þegar sovéskur her var í Afganistan og að tilraunir demókrata til að stöðva stríðið hafi mistekist vegna ofurvalds stórfyrirtækja.

George Bush bandaríkjaforseti segir myndband Osama Bins Ladens sýna hve hættulegur heimurinn sé sem við búum í.

Þá sýni það langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Írak og að írak sé hluti af stríðinu gegn öfgamönnum.

„Ef al-Qaedamönnum finnst taka því að nefna Írak á nafn er ástæðan sú, að þeir vilja ná fram markmiðum sínum í Írak, þaðan sem við rákum þá á brott."

Osama Bin Laden hefur ekki birst á myndbandi síðan í október 2004. Sérfræðingar sem hafa skoðað myndbandið staðfesta að röddinn sem heyrist sé rödd Bin ladens og að myndbandið sé nýlegt enda vísar hann meðal annars til Gordons Brown, forsætisráðherra Bretlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×